» » » Aðalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Aðalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Verður haldinn í húsi félagsins að Víkurbraut 46 í Grindavík 15.maí kl:18:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Eftir lagabreytingar sem voru samþykktar á síðasta aðalfundi verður að tilkynna um framboð minnst tveimur vikum fyrir fundinn eða 1.maí.

Á þessum fundi verður kosið um formann félagsins og 5 stjórnarmenn og 4 í varastjórn. Einig skal kjósa 3 í stjórn Sjúkrasjóðs , 3 í stjórn Orlofssjóðs , 3 í kjörnefnd og 3 varamenn í þessar stjórnir. Einnig eru kosnir 5 manns í trúnaðarráð.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til þessara starfa fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur eru beðnið að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir 1 maí 2014. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 10 til 16.