» » » Aðalfundur Verkalýðsfélagsins

Aðalfundur Verkalýðsfélagsins

Aðalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur var haldinn 19. júní s.l sem er baráttudagur kvenna. Það er skemmst frá því að segja að mæting var nokkuð góð og umræður líflegar. Gylfi Ísleifsson var kjörinn varaformaður og nýir í stjórn voru kosin Jónas Harðarson og Hafdís Helgadóttir. Gunnar Vilbergsson og Hólmfríður Georgsdóttir gengu úr stjórn eftir gott og farsælt starf fyrir félagið. Ég vil þakka þeim fyrir samstarfið og hjálpina í gegnum tíðina. Ég vill óska Gylfa til hamingju með embættið og svo vænti ég mikils af Hafdísi og Jónasi. Á fundinum var borin upp tillaga með því að selja sumarbústaðinn við Apavatn en hann er farinn að láta á sjá bæði orðinn gamall og lúinn, en sú tillaga var ekki samþykkt. Þess í stað var ákveðið að skoða kostnað við uppbyggingu á lóðinni og halda félagsfund í haust sem ákveður framhaldið um bústaðinn á Apavatni. Ýmislegt fleira kom fram á fundinum og eru flestir ánægðir með starfið sem vonandi verður farsælt og gott í framtíðinni.