» » » Kosning um nýgerða kjarasamninga.

Kosning um nýgerða kjarasamninga.

Verkalýðsfélag Grindavíkur sem er aðili að þeim kjarasamningum sem skrifað var undir 21. Desumber mun hefja atkvæðagreiðslu sína um samningana.

Atkvæðagreiðsla (opinn kjörfundur) vegna nýrra kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins mun fara fram Föstudaginn 17. janúar nk. kl. 13:00 til kl 19:00, Laugadag frá kl 12:00 til 16:00 og Mánudag frá 12:00 til 16:00 í húsakynnumi félagsins Verkalýðsfélags Grindavíkur, að Víkurbraut 46 og mun atkvæðagreiðslan standa fram til og mun henni ljúka kl. 16:00 Mánudaginn 20. janúar.

Félagið mun bjóða vinnustöðum upp á kynningu á samningunum, en hægt er að hafa samband við formann félagsins í síma 426-8594 til að óska eftir því.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta á kjörstað og nýta atkvæðisrétt sinn.

kvKveðja,
Magnús Már Jakobsson, formaður