» » » Formannafundur á Hótel Heklu

Formannafundur á Hótel Heklu

Við Gylfi Ísleifsson varaformaður Verkalýðsfélags Grindavíkur fórum á útvíkkaðann formannafund hjá SGS. Það er nú venjan að þegar þessi hópur hittist þá er mikið rætt og fólk ekki alltaf sammála og það er tekist á um málefni en að þessu sinni fannst mér  ekki mikið bera á átökum og  bara  mikil samstaða í hópnum.  Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á framhaldið. Auðvitað eru miklir óvissuþættir í spilunum að þessu sinni td hvað gerist í skattamálum og skuldvanda heimilianna. Það verður að segjast eins og er að undirniðri er mikil ólga í samfélaginu og ef ekkert kemur í fjárlagafrumvarpi ríkistjórnarinnar þá verður allt vitlaust og austurvöllur mun loga og sennileg verður þá ráðist á alþingi og þeim hennt út.  Eins og áður sagði þá trúi ég ekki öðru en að það muni einhvað jákvætt koma fram. Eftir samtal við flesta formenn verkalýðsfélaga á íslandi þá veit ég  að þessi hópur mun gera það sem hann getur gert til að auka kaupmátt okkar fólks. Ég er ekki eins sáttur við forustu ASÍ sem er að mínu mati  að kasta riki í augu fóks með útreikningum sínum  sem eiga að sýna að þeir launalægstu  séu  að hækka umfram aðra sem er auðvitað bara bull.  Það vita allir sem vilja vita að þeir sem fá meira fyrir 200.000 kr hækkunina á mánuði afturvirkt geta gert mikið meira fyrir þær krónur heldur en  fólk  sem hefur hækkað 33.000 kr  á 3 ára bili.  Við eigum að segja hlutina eins og þeir eru ekki að fela staðreyndir í fræðimanna bulli. Staðreyndin er sú að fyrir  33000 kr fáum við 132 lítra af bensíni á Yarisinn okkar en fyrir 200.000kr fást 800 lítara á Land cruserinn þeirra.Þá kemst Land cruserinn 5333 km á hækkunni sinn á meðan að Yarisinn kemst 2640 km á sinni hækkun. Það er alveg sama hvernig við skoðum dæmið þeir sem eru hjá kjardóm fá mikið meira hvernig sem á það er litið nema í útreikningu ASÍ.

kv

Magnús Már Jakobsson Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur

943431_10151371171721205_1687881345_n