Lífskjarasamningurinn tekinn úr sambandi í Grindavík!

skráð í Fréttir | 0

Í gær þriðjudaginn 26. nóvember, tóku bæjarstjórn Grindavíkur lífskjarasamninginn úr sambandi í Grindavík. Eins og flestir muna þá var samið á almennum markaði í apríl s.l um að allir ættu að fá sömu launahækkanir til þess að hækka þá launalægstu hluttfallslega mest í launum. Bæjarstjórn Grindavíkur reif sig út úr þessu samkomulagi í gær með því að hækka sín eigin … Lesa meira

Umsókn um dvöl í íbúðinni á Tenerife sumar 2020

skráð í Fréttir | 0

Búið er að opna fyrir umsóknir um dvöl í íbúð Verkalýðsfélags Grindavíkur á Tenerife sumar  2020. Umsóknarfrestur er til 12. Desember. Leigan er 100 þús og 18 punktar. Hægt er að sækja um á sjóðsfélagavef félagsins sem er að finna hér.

Sjúkrasjóður og fræðslusjóðir- skil á gögnum

skráð í Fréttir | 0

Í desember þarf að skila inn gögnum fyrr en venjulega Greiðsla dagpeninga og styrkja vegna desembermánaðar fer fram 30. desember nk. og verður það síðasti greiðsludagur á þessu ári. Skila þarf gögnum til félagsins í síðasta lagi 15. desember næstkomandi til að ná þessari útborgun. Það sem kemur inn eftir þann tíma verður greitt í lok janúar 2020.

1 2 3 4 5 57