» » » Hörð kjarabarátta framundan. Segir Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verk Vest

Hörð kjarabarátta framundan. Segir Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verk Vest

„Það verður að tala hreint út

um þessa hluti. Þegar við höfum

sagst ætla að ná fram leiðréttingum

á lægstu kjörum okkar félagsmanna

hafa viðbrögð viðsemjenda

okkar verið á þann veg

að það getur ekki stefnt í annað

en harða baráttu,“ segir Finnbogi

Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags

Vestfirðinga. Félagsmenn

ASÍ eru um 100 þúsund og

Finnbogi segir að lægst launuðustu

10 prósent þeirra, verði að

fá leiðréttingar á kjörum sínum

áður en gengið verður til kjarasamninga.

„Við sömdum á síðasta ári um

litlar launahækkanir til að halda

niðri verðbólgu og viðhalda stöðugleika

en svo komu aðrir hópar

og sömdu um mun hærri launahækkanir.

Af hverju eiga félagsmenn

ASÍ að bera ábyrgð á því

að halda stöðugleika í landinu en

aðrir fá frítt spil? Ég get ekki séð

að þjóðarskútan fari á hliðina ef

þeir lægst launuðustu í landinu

fá leiðréttingar á sínum kjörum,

að vaxtastig rjúki upp við það.

Launaskrið forstjóra hefur verið

upp á tugi prósenta og það virðist

ekki ógna neinu,“ segir Finnbogi.

Finnbogi og samverkamenn hans

í verkalýðshreyfingunni þurfa

ekki bara að eiga við forystumenn

í Samtökum atvinnulífsins. „Við

erum einnig að slást við ríkisvaldið

og þar eru ekkert nema svik á

svik ofan. Stærstu svikin eru í

fjárlagafrumvarpinu en ríkisstjórnin

ætlar að fella niður framlag

til jöfnunar örorkubyrði lífeyris

sem var ein meginforsenda

kjarasamninga 2005. Sumir

lífeyrissóðir gætu lent í verulegum

skerðingum á lífeyri á næstu

árum, allt að 4,5%,“ segir Finnbogi.

Hann segir tóninn í félagsmönnum

ASÍ vera þannig að fólk

er tilbúið í átök og verkföll ef allt

þrýtur. „Skilaboðin sem við fáum

frá okkar félagsmönnum eru þau

að það þýðir ekki fyrir okkur að

koma með svipaðan samning og

síðast. Ef við náum ekki árangri

í viðræðum við SA og ríkið þá

gæti það endað með verkfalli og

eins og staðan er núna þá get ég

ekki heyrt á okkar viðsemjendum,

hvorki SA né ríkinu, að þeir

sé opnir fyrir því að bæta stöðu

hinna lægt launuðu,“ segir Finnbogi