» » » Hugleiðing formanns.

Hugleiðing formanns.

Ég fæ ekki betur séð en að það verði mikill átök í haust þegar samið verður á allmenna markaðnum. Það kemur í ljós núna að á meðan samtök atvinnulífsins saup hveljur við 20.000 kr hækkuninni fyrir fólk sem er með um 200.000 kr á mánuði voru þeir að hækka sín laun um ca 600.000kr á mánuði. Mér er virkilega misboðið núna og hvar er siðferðið hjá þessum mönnum. Hvað er að gerast fyrir okkur sem þjóð ég var kallaður lýðskrumari fyrir ekki nema 6 mánuðum síðan fyrir það að vilja að fólk geti lifað af kaupinu sínu. Það er talað um að það sé ósanngjarnt að hækka laun um krónutölu vegna þess að þá minnki bilið á milli þeirra hæðstu og lægstu. Hjá okkur virkar þetta bara í útstreymi fjármagns. Þegar fjagra millu maðurinn fer út að borða þá kostar það ákveðna krónutölu og það sama á við um hinn lægstlaunaða en ef um innstreymi er að ræða þá verða hækkaninar að vera í % svo að sá sem ekkert hefur fær minna en hinn. Svo það sé nú öruggt að hann sé nú ekki að þvælast á sama stað og sá ríki og svo til að bæta gráu ofan á svart þá er % hjá þessum ríka líka mikið hærri. Nei svona án gríns þessir gæjar er svo klárir og þess vegna eiga þeir að hafa svona há laun. Þeir hafa unnið vel fyrir kaupinu sínu með því að halda verkafólki sem vinnur hjá þeím undir fátæktarmörkum. Við verðum að rétta kjör þessa fólks. 943431_10151371171721205_1687881345_n

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *