» » » Hugsanir formanns

Hugsanir formanns

Ég hef verið að velta fyrir mér af hverju aukinn kaupmáttur þeirra sem minnst hafa hefur meiri áhrif á verðbólgu heldur en þeirra sem mest hafa. Það sem ég skil ekki hvers vegna það hefur meiri áhrif að geta bætt við sig einni pylsu þegar það er í lagi að þessi ríki geti bætt við pylsuvagni. Hvert er þetta þjóðfélag komið. Það er í fréttum að fólk er í stórum stíl að fá niðurfelldar skuldir upp á milljarða og á meðan hækka skuldir heimilanna á meðan jú til að standa undið hagkerfinu og til að passa upp á að þetta fólk fari sér ekki að voða með aukinni eyðslu sem gæti sett þjóðfélagið á hausinn aftur.

Svona að öllu gamni slepptu þá er það mín skoðun að núna eigi að koma til krónutöluhækkun sama talan fyrir alla. Þá segja reynsluboltarnir að það sé ósanngjarnt þá fái sumir meiri hækkun en aðrir. Já það er rétt en það er líka ósanngjarnt að heimilin eigi að borga fyrir atvinnulífið. Af hverju á ég að tapa eignarhlut í húsinu mínu í hverjum mánuði út af svo kallaðari verðtryggingu. Ef um verðtryggingu er að ræða þá ætti húsið líka að hækka á móti. Verðtrygging ætti að tryggja eignarhlut minn líka ekki bara láta bankann græða meira.

Ágætu vinir og kunningjar er ekki komin tími á smá réttlæti í okkar samfélagi. Þeir sem meira mega sín ættu að geta brotið odd af oflæti sínu og búum til réttlátara samfélag fyrir okkur öll. Bankarnir eiga að vera fyrir fólkið ekki fólkið fyrir bankana. Ég er alveg til í að borga mínar skuldir en ég get ekki staðið í þessu mikið lengur að borga skuldir annara.

Það var hægt að búa til skuldir á heimili þessa lands án þess að nokkur peningur færi á milli manna þannig að það á að vera hægt að fella niður skuldir þar sem engir fjármunir voru teknir að láni. Ágæti þingheimur ég skora á ykkur að taka þessi mál föstum tökum og það strax og ekki tala um að það sé ekki hægt vegna þess að þetta kostar bara vinnu fyrir ykkur en til þess voru þið kosnir á þing.

Gerið þið ykkur grein fyrir því að lámarkslaun eru 204.000 kr og margir eru undir því. Fjármálaráðherra finnst ekkert að því að hækka suma af sínum mönnum um hundruðir þúsunda króna á mánuði. Sumt af hans fólki fékk meiri hækkun í krónum talið en mikið af okkar fólki fær í heildarlaun þetta. Þetta gengur ekki lengur ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu hvað gerum við þá.

Ég hef heyrt marga tala um að bætur séu alltof miklar og að fólk hafi það betra á bótum en að vinna ég er sammála því að það er ekki réttlátt en bæturnar eru ekki of miklar heldur eru launin alltof lá.

Ég var td að skoða laun beitnigamanna í dag miðað við sjómenn og skoðaði svo hvernig það var fyrir nokkrum árum. Þávoru beittir 7 balar íu hvern róður og tekið á móti bátnum til að hafa hásetahlut. Ég reiknaði út launin einum bát í stóra kerfinu fyrir árið í fyrra. Hásetinn á þessum bát hafði tæpar 8 milljónir fyrir árið en beitningamaðurinn sem skilaði 7 bölum í hvern róður var með 2.700.000kr. Það þurfti 1000 bala til að halda hásetahlutnum fyrir nokkrum árum en í dag þarf hann að beita 2963 bala til að hafa það sama og hásetinn já Það er margt sem má laga hjá hinni vinnandi stétt.

kv
Magnús Már Jakobsson
Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur