» » » Kröfugerð SGS komin í loftið.

Kröfugerð SGS komin í loftið.

Við hjá Verkalýðsfélagi Grindavikur lýsum yfir mikilli ánægju með Vinnubrögðin sem voru viðhöfð í samvinnuni við Starfsgreinasamband Íslands. Við erum í samstarfi við Suðurlandið sem eru Báran á Selfossi, Drífandi í Vestmannaeyjum, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verkalýðs og Sjómannafélags Sandgerðis. Mikið og gott samstarf og traust hefur mindast á milli þessara félaga hefur mindast í gegnum tíðina.

Vinnan við kröfugerðina byrjaði hjá okkur í Verklýðsfélagi Grindavíkur í apríl með nokkrum fgélagsfundum á Pólsku, Tælensku, Ensku og svo á íslensku áður hafði ég farið á flesta vinnustaði í Grindavík. Út úr þeirri vinnu fengum við þessa niðurstöðu.

Niðurstöður fundaherferðar hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.

Kröfur á Samtök Atvinnulífsins

 • 40.000 krónu hækkun á öll mánaðarlaun sama hversu há þau eru.
 • Að lámarki 10.000 krónu hækkun á grunnlaun fyrir hvert ár sem samningurinn gildir (verðtryggt)
 • Lágmarksbónus í fiskvinnslu verði 275 kr á tímann
 • Lagfæra kjör ungafólksins aftur.
 • Vaktarkerfið verði lagfært með tilliti til hækkana vaktarálags og verði þá til jafns við yfirvinnu.
 • Taka á verðhækkunum til allmennings vegna ferðaþjónustunar.
 • Halda öllum áunnum réttindum á milli vinnustaða.
 • Hækka laun vegna landana úr skipum og koma á lágmarkspremíu.
 • Veruleg hækkun á grunnlaunum með tilliti til styttingu vinnuviku.
 • Við ætlum í átök ef krónutöluhækkanir verða ekki virtar alla leið upp og niður stigan. Og ef þetta virkar ekki þá viljum við fá að lágmarki 60 – 80% hækkun á lægstu laun.

Kröfur Verkalýðsfélags Grindavíkur á Ríkið

 • Persónuafslátturinn verði þannig aðlaun 0 – 400.000kr verði 110.000kr

  Laun 400.000 kr – 550.000 verði 80.000kr

  Laun 550.000kr – 700.000 verði 50.000kr

  Laun 700.000 – 850.000 verði 20.000kr

  Laun 850.000 og yfir verði engin persónuafsláttur.

 • Arðgreiðslur verði greiddar til starfsfólks áður en eigendur borgi sér út 50/50.
 • Húsnæðisbætur verði hækkaðar verulega og hámarkið verði að lágmarki 70.000kr.
 • Áhrif verðtryggingar verði líka til að verja skuldara( td með verðtryggingu launa). Ekki bara fjármagnseigendur.
 • Heilbrigðiskerfið verði frítt fyrir alla landsmenn og aðgengi að þjónustunni aukið.
 • Eldsneyti og húsnæðiskostur úr vísitölureikningum.
 • Samræma lánsmat við greiðslugetu. Td fólk borgar mikið hærra í leigu en greiðslumat segir til um. Eins er þetta misjafnt á milli landshluta.
 • Lengja fæðingarorlof.
 • Fá möguleika á að skifta beint við erlenda banka.

 

14 sept.

hittumsrt við svo félaga okkar í Suðurlandinu og við skiptumst á skoðunum og komumst að sameiginlegar niðurstöðu sem við settum svo sameiginlega inní kröfugerðar vinnuna hjá starfsgreinasambandinu. Það verður að segja eins og er að þessi aðferð hefur skila því að nánast allar kröfur sem upp komu hjá félagsmönnum okkar eru inni í stóru kröfugerðinni. Það sem ég sé að er ekki inni eru Að starfsfólk skifti til jafns við eigendur fyrirtækja arðgreiðslum sem eru auðvitað með skattaafslætti. og hitt er að fá að skifa beint við erlenda banka.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *