» » » Kynning á kjarasamningi Verkalýðsfélag Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins frá 20. febrúar 2014

Kynning á kjarasamningi Verkalýðsfélag Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins frá 20. febrúar 2014

Kynning á kjarasamningi

Verkalýðsfélag Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins

frá 20. febrúar 2014

 

Grundvallaratriði samningsins:

Um er að ræða viðauka við samninginn sem kynntur var félagsmönnum í janúar, en var hafnað. Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Samninginn í heild má finna á heimasíðu Verkalýðsfélag Grindavíkur , vlfgrv.is

 

Það sem kemur nú til viðbótar samningnum frá því í janúar er að orlofs- og desemberuppbætur fyrir fullt starfa hækka samtals um kr. 32.300 frá gildandi kjarasamningi. Þetta er varanleg hækkun.

  • Orlofsuppbótin fer úr 28.700 krónum í 39.500
  • Desemberuppbótin fer úr 52.100 krónum í 73.600

 

Eingreiðsla

Þar sem samningurinn gildir frá 1. febrúar verður kr. 14.600 eingreiðsla vegna janúarmánaðar miðað við fullt starf/starfshlutfall og að viðkomandi hafi verið í vinnu 1. febrúar.

 

Hvað þýðir þetta í raun?

 

  • Launabreytingar frá 1. febrúar 2014:
  • Kauptaxtar sem eru kr. 230.000 og lægri hækka sérstaklega og nemur hækkunin tæplega 5%. Dæmi: Launaflokkur 1, byrjunarlaun, hækkar um kr. 9.565 og launaflokkur 17, eftir sjö ár, hækkar um kr. 10.107
    • Aðrir kauptaxtar og kjaratengdir liðir (Bónus, premía, akkorð o.fl.) hækka um 2,8%, þó að lágmarki um kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf.
    • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf verða þó kr. 214.000 á mánuði fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.

 

Sýnum ábyrga afstöðu og greiðum atkvæði!