» » » MEGINKRÖFUR Í HÖFN

MEGINKRÖFUR Í HÖFN

MEGINKRÖFUR Í HÖFN

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Órofa samstaða og kraftur félagsmanna í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins skilaði því skýra markmiði sem lagt var upp með í upphafi um  hækkun lægstu launa. Markmið SGS um 300 þúsund króna lágmarkslaun er orðið að veruleika.