» » » Opið svið á Bryggjunni annað kvöld, föstudaginn 18. júlí

Opið svið á Bryggjunni annað kvöld, föstudaginn 18. júlí

Föstudagskvöldið 18. júlí verður aftur opið svið á Bryggjan Kaffihús í Grindavík frá kl. 21:00 til kl. 00:00. Síðasta opna svið tókst með einsdæmum vel og því full ástæða til að endurtaka leikinn.

Tónlistarmennirnir Halldór Lárusson trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari & Þorgils Björgvinsson alltmögulegtleikari munu leika á opnu sviði á Bryggjunni og gefst gestum og gangandi tækifæri á að stíga á svið með þeim félögum og taka lagið. Nú, svo má einnig segja sögur eða taka í hljóðfæri eða hvað sem er. Það sem mestu máli skiptir er að fólk láti sér líða vel.

Ókeypis er inn og eru allir hjartanlega velkomnir á flottasta kaffihús landsins.