» » » Það er að mörgu að huga þegar litið er um öxl.

Það er að mörgu að huga þegar litið er um öxl.

Kæru vinir vonandi hafið þið átt Gleðileg jól í faðmi fjölskyldu og vina. Þetta ár hefur verið mjög viðburðaríkt hjá mér og mínum. Hápunkturinn var þegar við fengum litlu prinsessuna okkar í fangið. Sú hefur heldur betur lífgað uppá fjölskyldulífið. Stóra stelpan mín heldur áfram að ylja pabba sínum um hjartaræturnar með faðmlögum og góðum árangri í öllu sem hún tekur þátt í. En því miður hafa ekki allir átt eins gott ár og ég mjög stór hluti þjóðarinnar nær ekki endum saman sökum lélegra launa. Hjá þeim sem eru á lægstu laununum vantar ca 120.000 kr uppá að ná lágmarksframfærslu um hver mánaðarmót. Hvernig er hægt að bjóða upp þetta. Því miður virðist mörgum vera alveg sama eins og sjá má á ný samþykktum fjárlögum þar sem matarskattur er hækkaður og bótatími styttur. Það eru um 1300 manns sem detta af bótum um áramótin og hvaða ráð hefur þetta fólk jú sveitarfélögin eiga að taka við þeim eins og þetta fólk séu bara tölur sem einhver á að sjá um. Nei kæru ráðherrar og þingmenn þetta eru manneskjur með tilfinningar og þarfir eins og þið. Hvernig er hægt að koma svona fram við fólk er það nema furða að fólk haldi að þingmenn og ráðherrar hafi ekki tilfinningar nema til sjálf síns. Næst á dagskrá eru svo sjálfir kjarasamninganir þeir eru lausir í endann á febrúarmánuði. Hvaða skilaboð erum við að fá frá yfirvöldum jú pössum okkur á að hækka launin ekki mikið því þá fer verðbólgan af stað og lægstu launin hafa hækkað svo mikið undanfarið. En kæru vinir ekki láta prósenturnar villa um fyrir ykkur staðreyndin er sú að við borgum ekki með prósentum hefur með krónum. Þessir menn sem eru að leggja þessa reikninga fyrir okkur hækkuðu um hundruðir þúsunda á mánuði árið 2013 á meðan lægstu laun eru rúmlega 200.000 krónur á mánuði. Mín skoðun er sú að lægstu laun megi ekki vera undir lágmarksframfærslu sem er um 330.000kr á mánuði. Svo er eitt sem fer mjög í taugarnar á mér það þegar menn eru að greiða sjálum sér arð og það stundum eftir taprekstur. Mér finnst að ef greiddur er út arður þá eigi starfsfólk að fá stóran hluta af þeim það er jú starfsfólkið sem býr til arðinn að miklu leiti. Vonandi fara yfirvöld að vakna til lífsins og og sjá af sér þau geta liðkað mikið fyrir í komandi samningsgerð td með því að hækka verulega skattleysismörkin og lækka virðisaukaskatt af matvælum og margt fleira en þau þurfa að hafa vilja til koma til móts við þá lægstlaunuðu. Hvernig komið er fram við öryrkja og eldri borgara er bara til skammar. Eins fram hefur komið þá er mikið starf framundan sem vonandi verður hægt að vinna án mikilla átaka. Vinnum saman af því að gera framtíð allra bjarta ekki bara sumra. Gleðilegt ár kæru vinir megi 2015 vera ár okkar allra ekki bara sumra.