logosss

Skrifstofa félagsins að Víkurbraut 46 er opin alla virka daga frá 10:00 til 16:00 starfsmaður þar er Jóhanna Sigrún Einarsdóttir. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er Magnús Már Jakobsson  en hann hefur gegnt formennskunni frá júní 2012.

_DSC2545

Aðrir í stjórn eru Hörður Guðbradson varaformaður,Hafdís Helgadóttir ritari Geirlaug Geirdal gjaldkeri, Jónas Harðarsson, Piotr Slawomir Latkowski og Birkir Freyr Hrafnsson eru  meðstjórnendur í varastjórn eru Marta María Sveinsdóttir, Inga Guðlaug Helgadóttir, Þórunn Halldóra Ólafsdóttir.

Verkalýðsfélag Grindavíkur á nú fjögur orlofshús; eitt við Apavatn, annað í Hallkelshólalandi í Grímsnesi, Skorradal í Borgafirði og það nýjasta er íbúð á Akureyri. Þessir hús eru öll til leigu allt árið.

Verkalýðsfélag Grindavíkur á núna allt Verkalýðshúsið að Víkurbraut 46. Félagið byggði húsið í samvinnu við lífeyrissjóðinn en þegar hann sameinaðist Suðurnesjasjóðnum keypti verkalýðsfélagið hlut sjóðsins. Alla tíð hefur ýmsum aðilum verið leigð aðstaða í húsinu og þar eru nú þrjú fyrirtæki til húsa sem leigjendur en eitt þeirra, Sjóvá-Almennar, hefur verið þar allan tímann. Tekjur af húsaleigunni standa að mestu undir rekstri hússins.
Í Verkalýðshúsinu hefur félagið góða aðstöðu undir skrifstofu og til fundahalda.