» » » Verkalýðsfélag Grindavíkur fordæmir vinnubrögð og forgangsröðun meirihluta Alþingis Íslands.

Verkalýðsfélag Grindavíkur fordæmir vinnubrögð og forgangsröðun meirihluta Alþingis Íslands.

Grindavík 10.12.2015

Verkalýðsfélag Grindavíkur fordæmir vinnubrögð og forgangsröðun meirihluta Alþingis Íslands. Það sætir furðu að meirihlutinn skuli á sama tíma og þau þiggja sjálf töluverða launahækkun sem er afturvirk til mars á þessu ári skuli þau hafna tillögu minnihlutans um að öryrkjar og eldri borgarar fái sína hækkun afturvirka. Þess bera að geta að þetta fólk sem um er að ræða er sá hópur sem er í hvað erfiðustu stöðu til að ná endum saman. Við skorum á Alþingi að breyta forgangsröðun sinni í átt til þeirra sem minna mega sín.

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *